Skip to main content

Kvennaráðstefna ASÍ, Tökum brúna, var haldin á hótel Norðurljósum dagana 14. – 15. apríl s.l. Þar voru tæplega fimmtíu konur, frá fjölmörgum aðildarfélögum ASÍ, samankomnar undir yfirskriftinni: Ekki er synd af sönnum auði. Markmið ráðstefnunnar var að efla tengslanet kvenna og auka þekkingu á málefnum sem eru í kastljósinu á hverjum tíma.

Kvennaráðstefna ASÍ, Tökum brúna, var haldin á hótel Norðurljósum dagana 14. – 15. apríl s.l. Þar voru tæplega fimmtíu konur, frá fjölmörgum aðildarfélögum ASÍ, samankomnar undir yfirskriftinni: Ekki er synd af sönnum auði. Markmið ráðstefnunnar var að efla tengslanet kvenna og auka þekkingu á málefnum sem eru í kastljósinu á hverjum tíma. Í ár var lögð áhersla á framlag kvenna vegna þeirra áskoranna sem hnattvæðing, fólksflutningar og loftlagsbreytingar fela í sér. Sjö erindi voru á dagskrá og má lesa nánar um þau hér að neðan.

Ást, ábyrgð og peningar – Reynsla filipseyskra kvenna á Íslandi
Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍ, kynnti rannsókn sína um reynslu filippseyskra kvenna á Íslandi. Filippseyska ríkið hvetur til brottflutnings og í raun hefur þar í landi verið markviss stefna að menntafólk flytji til Vesturlanda og þriðja hvert heimili þar í landi byggir tekjur sínar á því að fjölskyldumeðlimur vinni erlendis. Hún ræddi við 60 konur sem búa hér á landi og flestar þeirra eru vel menntaðar. Þær segja að fjárhagsleg staða þeirra hafi batnað mjög við að flytja til Íslands en félagsleg staða versnað. Þær upplifa stundum fordóma í sinn garð og að rödd þeirra hafi ekki vægi. Unnur Dís tók hinsvegar fram að þau hugtök sem hún tók hvað mest eftir þegar hún greindi viðtölin voru: Umhyggja, ást, fórn og skyldurækni við fjölskylduna. Hún benti einnig á að sú mýta að halda að eingöngu þeir sem séu fátækir sæki í að flytja til Íslands sé ekki rétt.

Erindi hennar má lesa hér.

"Stúlkan þarna": Umræða um birtingamyndir dulinna fordóma í íslensku samfélagi
Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, lektor við menntavísindasvið HÍ, ræddi um birtingarmyndir dulinna fordóma í íslensku samfélagi. Hún nefndi að það sé oft viðkvæmt að ræða fordóma, við viljum nefnilega halda að við séum ekki með þá. Skilgreining á fordómum eru viðhorf, orðræða eða gjörðir sem gerir ákveðinn hóp æðri öðrum hópum. Hún benti sérstaklega á að duldir fordómar séu erfiðir viðureignar. Þeir leynast t.d. í hversdagslegu orðalagið. Gott dæmi er ef talað er við einhvern á ensku, eingöngu af því að viðkomandi hefur annan húðlit en innfæddir. Til þess að uppræta fordóma telur Brynja mikilvægt að læra að vera opin. Það fyrsta sem við þurfum að gera sé að þora að ræða þá fordóma sem búa innra með okkur. Þeir sem verða fyrir fordómum hafa þörf fyrir þá umræðu.

Erindi hennar má lesa hér.

COP21 – Og hvað svo?
Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, gerði grein fyrir  Parísarsamkomulaginu 2015 og helstu niðurstöðum þess. Nýr loftlagssamningur Sameinuðu þjóðanna var samþykktur í París 12.  desember sl. þar sem þjóðir heims sammæltust meðal annars um að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C marksins og jafnvel undir 1,5°C.

Erindi hennar má lesa hér.

Konur, sjálfbær þróun, peningar og völd
Erindi Önnu Pálu Sverrisdóttur, sérfræðings á skrifstofu þróunarsamvinnu hjá utanríkisráðuneytinu, fjallaði um konur og sjálfbæra þróun, peninga og völd. Sjálfbær þróun á að uppfylla núverandi þarfir okkar án þess að draga úr möguleikanum á að komandi kynslóðir fái sínar þarfir uppfylltar, sjálfbær þróun á ekki bara við um umhverfismál, hún á líka við um félagslegar- og efnahagslegar stoðir. Anna Pála fór yfir staðreyndir varðandi stöðu kvenna í heiminum og fór yfir ný  heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem m.a. er fjallað um jafnrétti og stöðu kynjanna.

Erindi hennar má sjá hér.

Heimsmarkmiðin má sjá hér.

Konur á flótta
Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdarstýra UN WOMEN, byrjaði seinni daginn á að ræða um konur á flótta. Hún sagði frá flóttamannabúðum í Jórdaníu sem UN WOMEN halda úti.

Um 7,6 milljónir eru á flótta innan Sýrlands og nú í fyrsta skiptið er meiri hlutinn konur og börn. Hún benti á að gott sé að hafa í huga að allir flóttamenn vilja fara aftur heim til sín. Það flýr engin heimilið sitt nema í neyð. Hún segir ástandið hræðilegt og framkoma vígasveitanna við konur svo ógeðfeldar að þær hafa ekki annarra kosta völ en að flýja. UN WOMEN gerði könnun á meðal kvenna í flóttamannabúðum og þar kom fram að þeim þykir verst að vera í útlegð og kippt úr tengslaneti sínu.

Erindi Ingu Dóru má sjá hér.

Veggurinn er allstaðar
Erla S. Kristjánsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild HÍ er að vinna að rannsókn um menntaða innflytjendur á vinnumarkaði hér á landi og ber rannsóknin yfirskriftina: Veggurinn er allastaðar.

Fram kom í máli Erlu að innflytjendur eru um 9% af þjóðinni. Menntaðir innflytjendur upplifa miklar hindranir hér á landi. Viðmælendur hennar upplifa fordóma á vinnumarkaði og telja að menntun og reynsla þeirra nýtist ekki sem skyldi. Hún benti á að erlent vinnuafl er dýrmæt auðlind á íslenskum vinnumarkaði og að breytinga sé þörf.

Þar sem rannsókn hennar er enn í vinnslu birtum við ekki erindi hennar í heild sinni.

Konur og verkalýðshreyfingin
Í tilefni þess að ASÍ fagnar 100 ára afmæli í ár, þótti við hæfi að fá Sumarliða Ísleifsson sagnfræðing til að fjalla um sögu verkakvennafélaga og baráttu kvenna innan verkalýðshreyfingarinnar á síðustu öld.  Erindi Sumarliða má sjá hér.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is