Skip to main content

Aldan skrifaði í gær undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn felldu kjarasamning þann sem undirritaður var fyrir jól.

Aldan skrifaði í gær undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn  felldu kjarasamninginn  sem undirritaður var fyrir jól.

Það sem þessi samningur hefur umfram þann samning sem felldur var í janúar er að orlofs- og desemberuppbætur hækka samanlagt  um 32.300 krónur frá gildandi kjarasamningi. Orlofsuppbótin fer úr 28.700 krónum í 39.500 krónur og desemberuppbótin fer úr 52.100 krónum í 73.600 krónur. Samningurinn gildir frá 1. febrúar síðastliðnum og felur í sér 14.600 króna eingreiðslu vegna janúarmánaðar miðað við fullt starf og að viðkomandi hafi verið í vinnu 1. febrúar.

Búið er að boða trúnaðarráð Öldunnar  til fundar næsta mánudag þar sem farið verður yfir atriði samningsins og ákvörðun tekin varðandi atkvæðagreiðslu. Í næstu viku verða svo haldnir vinnustaðafundir þar sem samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum og að því loknu verður kosið um hann.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is