Skip to main content

Þann 24. júní síðastliðinn var undirritaður kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands annars vegar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hins vegar. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki aðildarfélaganna. Samkvæmt samningnum er síðast gildandi samningur framlengdur til 31. desember 2018 með þeim breytingum sem skrifað var undir þann 24. júní síðastliðinn. Samningurinn gildir frá 1. júní 2016.

Þann 24. júní síðastliðinn var undirritaður kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands annars vegar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hins vegar. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki aðildarfélaganna. Samkvæmt samningnum er síðast gildandi samningur framlengdur til 31. desember 2018 með þeim breytingum sem skrifað var undir þann 24. júní síðastliðinn. Samningurinn gildir frá 1. júní 2016.

Hér neðar í fréttinni má sjá samninginn, kynningarefni um samninginn og kaupskrá sem mun gilda verði samningurinn samþykktur.

Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram hjá aðildarfélögum SSÍ , þ.m.t. Öldunni stéttarfélagi, og mun standa til 8. ágúst næstkomandi og verða atkvæði um hann talin sameiginlega þann 10. ágúst.

Nánari upplýsingar um samninginn og kosningu um hann er hægt að fá á skrifstofu félagsins í síma 453 8233.

Kjarasamningurinn.

Kynningarefni.

Kaupskrá.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is