Skip to main content

„Það skiptir almenning á Íslandi mestu máli að auka veltu og verðmætasköpun, hrinda af stað framkvæmdum til uppbyggingar og vekja með því von og þrótt í brjóstum almennings.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun sem var samþykkt á aðalfundi Öldunnar stéttarfélags, sem haldinn var þann 8. apríl.

„Það skiptir almenning á Íslandi mestu máli að auka veltu og verðmætasköpun, hrinda af stað framkvæmdum til uppbyggingar og vekja með því von og þrótt í brjóstum almennings.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun sem var samþykkt á aðalfundi Öldunnar stéttarfélags, sem haldinn var þann 8. apríl.

Ályktun aðalfundar Öldunnar stéttarfélags, 8. apríl 2010
Aðalfundur Öldunnar stéttarfélags, 8. apríl 2010, krefst þess að alþingismenn snúi sér að því sem skiptir íbúa þessa lands mestu máli, en hætti að karpa um einskisverða hluti. Það skiptir almenning á Íslandi mestu máli að auka veltu og verðmætasköpun, hrinda af stað framkvæmdum til uppbyggingar og vekja með því von og þrótt í brjóstum almennings.

Stjórnvöldum verður að skiljast að sú skattlagning sem dynur á þjóðinni hefur lamandi áhrif og stuðlar að algerri stöðnun og gjaldþroti einstaklinga sem og fyrirtækja. Auknar tekjur í ríkissjóð verða ekki sóttar í tóma vasa almennings.

Í Stöðugleikasáttmálanum sem undirritaður var í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní 2009, var tilgreindur fjöldi raunverulegra verkefna og mörgum var hægt að hrinda strax í framkvæmd. Ekkert hefur hinsvegar gerst og verkefnalistinn er enn svo til óhreyfður. Alþingismenn bera þar mest ábyrgð. 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is