Skip to main content

Í tengslum við átakið „Einn réttur – ekkert svindl!“ hefur ASÍ lagt áherslu á vekja athygli á undirboðum sem felast í ólaunaðri vinnu. Ítarlega rökstutt álit ASÍ og helstu sjónarmið í hnotskurn hafa legið fyrir í nokkurn tíma og vakið mikla eftirtekt, enda vandamálið vaxandi sérstaklega í ákveðnum þjónustugreinum.

Í tengslum við átakið „Einn réttur – ekkert svindl!“ hefur ASÍ lagt áherslu á vekja athygli á undirboðum sem felast í ólaunaðri vinnu. Ítarlega rökstutt álit ASÍ og helstu sjónarmið í hnotskurn hafa legið fyrir í nokkurn tíma og vakið mikla eftirtekt, enda vandamálið vaxandi sérstaklega í ákveðnum þjónustugreinum.

Afstaða ASÍ er einföld og skýr:
•Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði (í hagnaðarskyni), oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög.

Í tengslum við framangreint átak og greiningarvinnu því tengdu óskaði ASÍ eftir svokölluðu „ákvarðandi bréfi“ frá Ríkisskattstjóra (RSK) þar sem beint var til hans spurningum er varða skattskyldu og ólaunaða vinnu og/eða vinnu þar sem laun eru eingöngu í formi hlunninda. Þann 11. mars sl. barst ASÍ svo skriflegt svar frá ríkisskattstjóra þar sem helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
•Einstaklingi sem innir af hendi vinnu í þágu fyrirtækis í efnahagslegri starfsemi gegn því að fá t.a.m. fæði og húsnæði, ber að telja slíkt fram til skatts sem tekjur. Fyrirtækinu er jafnframt skylt að gera grein fyrir þessum gjöldum og halda eftir og skila viðeigandi sköttum og gjöldum af peningaverðmati hlunnindanna líkt og gert er af hefðbundnum launum.
•Fyrirtæki í efnahagslegri starfssemi sem þiggur vinnuframlag einstaklings án þess að greiða fyrir pening eða hlunnindi ber að telja slíkt fram sem skattskylda gjöf og miða skal við gangverð þeirrar vinnu sem um ræðir hverju sinni sem í öllu falli er ekki lægra en lágmarkskjör kjarasamninga.

Bréf Ríkisskattstjóra til ASÍ vegna ólaunaðrar vinnu.

Aðildarfélög ASÍ og samstarfsaðilar munu í vinnustaðaeftirliti sínu nú og á komandi misserum leggja sérstaka áherslu á að vekja athygli á framangreindu.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is