Skip to main content

Á fundi trúnaðarráðs Öldunnar sem haldinn var í kvöld, var tekin ákvörðun um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu á sáttatillögu ríkissáttasemjara um kjarasamning Öldunnar við SA sem undirrituð var þann 20. febrúar síðastliðinn.

Á fundi trúnaðarráðs Öldunnar sem haldinn var í kvöld, var tekin ákvörðun um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu á sáttatillögu ríkissáttasemjara um kjarasamning Öldunnar við SA sem undirrituð var þann 20. febrúar síðastliðinn.

Atkvæðagreiðsla mun fara fram á skrifstofu félagsins.
Kjörfundur verður opinn í 3 daga frá kl. 8:00-20:00 og hefst hann kl. 8 þriðjudaginn 4. mars og lýkur kl. 20 fimmtudaginn 6. mars næstkomandi.

Kynningarefni verður sent með pósti til þeirra félagsmanna sem eru á kjörskrá og formaður mun auk þess heimsækja vinnustaði og kynna innihald samningsins.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér kjarasamninginn og taka þátt í atkvæðagreiðslu um hann.

 

 

 

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is