Skip to main content

Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Launamaðurinn er með ráðningarsamning og safnar því réttindum á vinnumarkaði á meðan verktakinn gerir það ekki. Því miður er þessu stundum ruglað saman og launamönnum boðið uppá að vera verktakar.

Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Sem launamaður ertu með ráðningasamning og safnar réttindum á vinnumarkaði, atvinnurekandinn sér um að greiða af þér skatta og þess háttar og þú ert varinn af lögum sem launamaður. Ef þú ert verktaki ertu í raun að selja þjónustu og þú átt í viðskiptum án þess að njóta réttinda sem launamaður eða ávinna þér slíkt. Því miður er þessu stundum ruglað saman og launamönnum boðið uppá að vera verktakar.

Þú ert launamaður ef þú vinnur undir verkstjórn annarra og ert í fastri vinnu.

Þú ert verktaki ef þú gerir samning um einstaka verk sem þú ræður hver vinnur og hvernig. Samið er um greiðslu fyrir verkefnið en þú átt atvinnutækin sjálf/ur og getur ráðið aðra til að sinna verkinu. Þú ert fjárhagslega ábyrg/ur fyrir verkefninu sjálf/ur

Ef þú ert verktaki:

  • Ertu ekki varin/varinn af kjarasamningum þegar kemur að til dæmis lágmarkslaunum
  • Hefurðu ekki uppsagnarfrest
  • Safnarðu ekki orlofi og getur því ekki tekið frí á launum
  • Færðu ekki greitt í veikindum
  • Safnarðu ekki sjálfkrafa í lífeyrissjóð
  • Ertu ekki slysatryggð/ur gegnum atvinnurekendur
  • Þarftu sjálf/ur að skila tryggingagjaldi, mótframlagi í lífeyrissjóð, slysatryggja þig o.s.frv.

Einblöðungur SGS vegna verktakavinnu (PDF)

Passaðu upp á réttindi þín! Gerviverktaka er ólögleg og skerðir réttindi almenns launafólks!

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is