Skip to main content

Sýnum tillitssemi í umferðinni

Starfsmenn Vegagerðarinnar fara ekki varhluta af vaxandi umferðaþunga á þjóðvegum landsins og hafa lýst áhyggjum af öryggi sínu við störf. Áhyggjur starfsmanna snúa að hávaðamengun, loftmengun og hreinlega að ökumenn virði ekki merkingar og hægi ekki á sér þegar fólk er við störf á vegum.

Starfsmenn Vegagerðarinnar fara ekki varhluta af vaxandi umferðaþunga á þjóðvegum landsins og hafa lýst áhyggjum af öryggi sínu við störf. Áhyggjur starfsmanna snúa að hávaðamengun, loftmengun og hreinlega að ökumenn virði ekki merkingar og hægi ekki á sér þegar fólk er við störf á vegum.

Þetta setur starfsmenn við vinnu á vegum í mikla hættu. Starfsgreinasamband Íslands ( SGS)  sá ástæðu til þess í samráði við starfsmenn að óska eftir því við Vinnueftirlitið að úttekt yrði gerð á öryggi starfsfólks. Vonast er til þess að Vinnueftirlitið bregðist skjótt og örygglega við. Þá eru vegfarendur hvattir til að sýna fólki við störf virðingu og tillitssemi í umferðinni.
 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is