Skip to main content

Starfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónum verður beint að því hvort starfsfólk velur sér sjálft þessi störf og hvaða áhrif störf sem eru ekki með hefðbundinn vinnutíma hafa á lífsgæði fólks. Ráðstefnan fer fram á Hotel Natura og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir en þó er nauðsynlegt að skrá sig.

Starfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónum verður beint að því hvort starfsfólk velur sér sjálft þessi störf og hvaða áhrif störf sem eru ekki með hefðbundinn vinnutíma hafa á lífsgæði fólks. Hvað getur starfsfólk gert til að draga úr streitu í vaktavinnu? Getur fólk valið að vinna fulla vinnu eða eru hlutastörf dulbúin kjaraskerðing? Hvernig eru kynjahlutföll meðal starfsfólks með óhefðbundinn vinnutíma? Hefur óhefðbundinn vinnutími áhrif á heilsu starfsfólks og þá hvernig?

Þessum spurningum og fleiri verður velt upp á ráðstefnunni en dagskráin er blanda af reynslusögum starfsfólks, kynning á niðurstöðum nýlegra rannsókna og umfjöllun sérfræðinga um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum óhefðbundins vinnutíma.
Ráðstefnan fer fram á Hotel Natura og hefst hún klukkan 12:30 og stendur til 16:30.

Dagskrá
 12:30   Setning.
 12:40   Innlegg frá félagsmanni.
 12:50   Kynning á niðurstöðum norrænnar rannsóknar um hlutastörf, tíðni þeirra og ástæður.
             Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands.
 13:35   Tímabundin störf og heilsufar á Íslandi: Niðurstöður úr heilsukönnun Hagstofu Íslands.
              Kolbeinn Hólmar Stefánsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands.
 14:20   Kaffihlé.
 14:40   Innlegg frá félagsmanni.
 14:50   Nýjustu rannsóknir á áhrifum streitu á heilsu og hver eru úrræðin!
             Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og yfirmaður Streiturannsóknastofnunar Gautaborgar.
 15:35   Leiðir til að líða betur í vaktavinnu.
             Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
 16:20   Samantekt á niðurstöðum og ráðstefnuslit.

Ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá sig til leiks hér.

 

Auglýsing ráðstefnunnar (PDF).

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is