Skip to main content

Álagning skiptibókamarkaðanna er um og yfir 50% samkvæmt verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í þremur verslunum á höfuðborgarsvæðinu þann 16. ágúst sl. Útsöluverð notaðra bóka var oftast hæst hjá Heimkaup.is og oftast lægst hjá A4. Skoðaðir voru 18 algengir titlar af kennslubókum fyrir framhaldsskóla.

Álagning skiptibókamarkaðanna er um og yfir 50% samkvæmt verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í þremur verslunum á höfuðborgarsvæðinu þann 16. ágúst sl. Útsöluverð notaðra bóka var oftast hæst hjá Heimkaup.is og oftast lægst hjá A4. Skoðaðir voru 18 algengir titlar af kennslubókum fyrir framhaldsskóla.

Mikill munur á verði skiptibókamarkaðanna
Töluverður verðmunur er á milli skiptibókamarkaðanna. A4 var oftast með lægsta útsöluverðið á notuðum skólabókum sem skoðaðar voru eða á 11 titlum af 18. Heimkaup.is var oftast með hæsta útsöluverðið eða á 11 titlum af 18. Sem dæmi um verðmun var bókin „Bókfærsla 1“ ódýrust á 2.199 kr. hjá Pennanum-Eymundsson, hjá A4 kostaði hún 2.499 kr. en hæst var verðið hjá Heimkaup.is 2.890 kr., sem gerir 31% verðmun á hæsta og lægsta verði.

Álagning skiptibókamarkaðanna um og yfir 50%
Álagningin er mismikil hjá skiptibókamörkuðunum en í flestum tilvikum er hún um og yfir 50%. Minnsta álagningin er hjá Pennanum–Eymundsson um 40-50%, svo hjá Heimkaup.is um 50-60% en mesta álagningin er hjá A4 um 60-70%. Sem dæmi um álagningu hjá Pennanum-Eymundsson má nefna bókina „Almenn Jarðfræði“ en fyrir hana fær seljandi 1.799 kr. en bókin er svo seld út á 2.999 kr. sem er 67% álagning eða 1.200 kr. Sem dæmi um álagningu hjá A4 má nefna bókina „Þyrnar og rósir“ sem er keypt inn á 1.554 kr. en seld út á 2.399 kr. sem er 54% munur eða 845 kr. Heimkaup.is kaupir bókina „Dansk er mange ting“ á 1.716 kr. og selur bókina svo aftur á 2.490 kr. sem er 45% munur eða 774 kr.

Margborgar sig að kaupa notaða bók
Þegar útsöluverð á nýjum og notuðum bókum er borið saman kemur í ljós að það er mun hagstæðara að kaupa notaða bók en nýja. Verðmunurinn í verslununum er misjafn en mestur verðmunur er hjá Heimkaup.is eða um 60-70%, svo hjá A4 um 40-50%. Minnstur verðmunur á notaðri og nýrri bók er hjá Pennanum-Eymundsson. Svo má ekki gleyma því að það er betra fyrir umhverfið að bækur séu notaðar oftar en einu sinni.

Sjá nánar niðurstöður í töflu á heimasíðu ASÍ

Verð var kannað í eftirtöldum verslunum: A4, Pennanum-Eymundsson og Heimkaup.is. Rétt er þó að taka fram að ástand notaðra bóka getur verið mjög misjafnt.
Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði, úrval eða þjónustu söluaðila. Einnig má taka fram að verð breytist mjög ört á þessum tíma í verslunum landsins vegna ýmiskonar tilboða.

 

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum eða við sölu nema með heimild ASÍ.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is