Skip to main content

Í kjarasamningi milli aðildarfélaga ASÍ o.fl. og SA frá 21. janúar 2016 var samið um hækkað mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði, f.o.m. 1. júlí 2016. Hækkunin er þrepaskipt og tók fyrsta breytingin gildi 1.júlí síðastliðinn.

Hækkunin gildir um þá sem eru aðilar að framangreindum kjarasamningi og verður hækkunin eftirfarandi:

 2016: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2016 um 0,5% og verður 8,5%.
 2017: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2017 um 1,5% og verður 10%.
 2018: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2018 um 1,5% og verður 11,5%.

Frá og með 1. júlí 2016 hækkar því mótframlag launagreiðenda úr 8% í 8,5%. Þeir atvinnurekendur sem hafa ekki gert viðeigandi breytingar í launakerfum sínum nú þegar eru hvattir til að gera slíkt hið fyrsta.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is