Skip to main content

Þær matvörur sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 5. febrúar sl. hafa bæði hækkað og lækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var 16.mars í fyrra. Áberandi eru hækkanir á mjólkurvörum í öllum verslunum meðan ávextir hafa lækkað í verði. Kannað var verð á 74 vörutegundum.

Þær matvörur sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 5. febrúar sl. hafa bæði hækkað og lækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var 16.mars í fyrra. Áberandi eru hækkanir á mjólkurvörum í öllum verslunum meðan ávextir hafa lækkað í verði. Kannað var verð á 74 vörutegundum.

Allar verslanirnar eiga það sameiginlegt að hækka verð á mjólkurvörum og lækka verð á ávöxtum. Aðrar vörur eru ýmist að lækka eða hækka í verði. Áberandi er að Fjarðarkaup er eina verslunin sem er með sama verð og í fyrra í um þriðjungi tilvika.

Sem dæmi um hækkanir á mjólkurvöru má nefna að Smjörvi 400 gr. hefur hækkað í verði um 9-20%, MS rækjuostur um 3-8% og rjómaostur til matargerðar 400 gr. um 4-8%. Af öðrum vörum má nefna að gos hækkar í verði og nemur hækkunin allt að 50% á 2 l. af Pepsi Max. Einnig er töluverð hækkun á Betty Crocker chocolade fudge Brownie mix eða um allt að 23%.  

Sem dæmi um lækkanir á ávöxtum má nefna að kílóverð af vatnsmelónu lækkar í verði um 32-53% og af gulri melónu um 19-40%. Fleiri vörur lækka í verði m.a. sykur, hveiti, kaffi og Glitra uppþvottavélatöflur. 

Nánari samanburð milli verslana og tímabila má skoða hér.

Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miða við breytingar á verði verslanna milli verðkannanna verðlagseftirlits ASÍ frá 16. mars 2015 til 4. febrúar 2016. Rétt er að árétta að mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Samkaupum Úrval, Hagkaupum, Víði og Iceland.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is