Skip to main content

Samkvæmt kjarasamningum skal greiða sérstaklega fyrir vinnu sem unnin er á helgidögum og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast vel með hvort slíkir dagar verða rétt greiddir.

Samkvæmt kjarasamningum skal greiða sérstaklega fyrir vinnu sem unnin er á helgidögum og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast vel með hvort slíkir dagar verða rétt greiddir.

Stórhátíðardagar teljast:

  • aðfangadagur   –  eftir kl. 12
  • jóladagur
  • gamlársdagur   –  eftir kl. 12
  • nýársdagur

Annar í jólum telst auk þess almennur frídagur.

Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Fyrir yfirvinnu á öðrum frídögum skal greiða 80% álag á dagvinnutímakaup eða 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Í vaktavinnu eru til tvær reglur um greiðslur á þessum dögum, annarsvegar hjá þeim sem eru með vetrarfrí og svo hjá hinum sem ekki eru með vetrarfrí. Sjá nánar í kjarasamningum

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is