Skip to main content

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á bökunarvörum 9. nóvember og þegar mælingin er borin saman við sambærilega könnun sem gerð var í fyrra má sjá að miklar verðbreytingar hafa átt sér stað, bæði til hækkunar og lækkunar.

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á bökunarvörum 9. nóvember og þegar mælingin er borin saman við sambærilega könnun sem gerð var í fyrra má sjá að miklar verðbreytingar hafa átt sér stað, bæði til hækkunar og lækkunar.

Eins og áður hefur komið fram var sykurskattur afnuminn um sl. áramót og má þess vegna sjá töluverða lækkun í öllum verslunum á sykri. Það virðist vera þó munur á sykri, flórsykri og púðursykri þar sem hreinn sykur hefur lækkað meira í verði en t.d. flórsykur. Til dæmis hafa 2 kg. af Dansukker sykri lækkað um 52-54% í verði en 500 gr. af flórsykri frá Dansukker hefur aðeins lækkað um 16-47% og 1 kg. af púðursykri frá Kötlu um 23-34%. Þetta er allt næstum hreinn sykur þótt áferð vöru sé ólík. 

Verð á mjólkurvörum og viðbiti hefur hækkað í öllum verslunum. Sem dæmi hefur verð á ósöltuðu smjöri 250 gr. hækkað um 13-23%, mest hjá Iceland en minnst hjá Nettó. MS rjómaostur til matargerðar 400 gr. hefur hækkað um 8-19% mest hjá Víði og Samkaupum-Úrvali en minnst hjá Krónunni, Nettó og Fjarðarkaupum.

Af öðrum vörum í samanburðinum má nefna að lyftiduftið frá Royal 200 gr. hefur hækkað um 16% í verði hjá Iceland, um 12% hjá Víði, 6% hjá Bónus, 4% hjá Nettó og Hagkaupum en verðið hefur staðið í stað hjá Fjarðarkaupum og Samkaupum-Úrvali. Malaður engifer frá Flóru 60 gr. hefur hækkað um 33% í verði hjá Fjarðarkaupum, um 24% hjá Krónunni, 23% hjá Iceland og 4% hjá Víði og Samkaupum-Úrvali. Odense Marsipan, 24% sötmandel 400 gr. hefur hækkað um 2% hjá Fjarðarkaupum, en lækkað um 5% í verði hjá Bónus, um 6% hjá Iceland og 19% hjá Hagkaupum.

Verðsamanburð á bökunarvörum má sjá í töflu á heimasíðu ASÍ.

Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miða við breytingar á verði verslana milli verðkannanna verðlagseftirlits ASÍ þann 25.11.14. og 9.11.15. Það skal áréttað að mæld eru þau verð sem í gildi eru á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verð einstakra vara.

Verðbreytingar voru skoðaðar í eftirtöldum verslunum; Bónus, Krónunni, Nettó, Iceland, Víði,  Samkaupum-Úrvali, Fjarðarkaupum og Hagkaupum.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu.
 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is