Skip to main content

Síðastliðið sumar stóð Starfsgreinasamband Íslands (SGS) fyrir átaki undir yfirskriftinni „Þekkir þú þinn rétt?“ en tilgangurinn með átakinu var að vekja unga einstaklinga til umhugsunar um réttindi sín á vinnumarkaði.

Síðastliðið sumar stóð Starfsgreinasamband Íslands (SGS) fyrir átaki undir yfirskriftinni „Þekkir þú þinn rétt?“ en tilgangurinn með átakinu var að vekja unga einstaklinga til umhugsunar um réttindi sín á vinnumarkaði. Það sýndi sig sl. sumar að mikil þörf var á átaki sem þessu, enda náði það augum og eyrum fjölmargra, m.a. fjölmiðla og þótti almennt takast vel.

Í tengslum við umrætt átak lét SGS m.a. útbúa sérstakt kynningarefni (sjá að neðan) í þeim tilgangi að vekja ungt fólk á vinnumarkaði til umhugsunar um rétt sinn. Hins vegar er góð vísa aldrei of oft kveðin og því er ekki úr vegi að rifja upp átakið frá því í fyrrasumar. Á næstunni mun SGS m.a. birta reglulega fróðleiksmola inn á fésbókarsíðunni „Vinnan mín“, með það að markmiði að minna fólk á rétt sinn og vekja fólk almennt til umhugsunar um þessi mál.

Ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði er hvatt til að vera vel vakandi varðandi réttindi sín og kjör og ekki hika við að hafa samband við sitt stéttarfélag ef upp koma einhver vandamál eða einhverjar spurningar vakna.

Fésbókarsíðan „Vinnan mín“

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is