Skip to main content

Starfsfólk sveitarfélaga í 13 aðildarfélögum SGS hefur samþykkt kjarasamninginn
sem undirritaður var 1. júlí sl. í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu.
Já sögðu 78,84% en nei sögðu 21,16%.

Starfsfólk sveitarfélaga í 13 aðildarfélögum SGS hefur samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 1. júlí sl. í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu. Já sögðu 78,84% en nei sögðu 21,16%. Alls voru 2.515 félagar á kjörskrá en 378 greiddu atkvæði (15% kjörsókn).

Starfsgreinsambandið undirritaði kjarasamning í umboði eftirtalinna félaga: AFL – starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining – Iðja, Stéttarfélagið Samstaða,
Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur,
Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands og Verkalýðsfélag Vestfirðinga.

Þessi atkvæðagreiðsla er fyrsta rafræna atkvæðagreiðslan sem Starfsgreinasambandið
stendur fyrir og tókst í öllum aðalatriðum vel. Vissulega er kjörsókn dræm en
leiða má að því líkur að sumarfrí félagsmanna hafi þar haft einhver áhrif.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is