Skip to main content

Eimskip/Herjólfur og Frumherji hafa dregið fyrirhugaðar verðhækkanir á þjónstu sinni til baka eftir tilmæli Alþýðusambandsins.
Þessu framtaki ber að fagna og um leið eru önnur fyrirtæki á svarta listanum hvött til að fylgja fordæmi fyrirtækjanna tveggja.

Eimskip/Herjólfur og Frumherji hafa dregið fyrirhugaðar verðhækkanir á þjónstu sinni til baka eftir tilmæli Alþýðusambandsins.
Þessu framtaki ber að fagna og um leið eru önnur fyrirtæki á svarta listanum hvött til að fylgja fordæmi fyrirtækjanna tveggja.

Þegar ASÍ fréttir af hækkun fyrirtækis á vöru eða þjónustu er ábendingin sannreynd, því næst er viðkomandi fyrirtæki sent bréf þar sem það er hvatt til að draga hækkunina til baka. Fyrirtækinu eru gefnir 2-3 dagar til að bregðast við en ef hækkunin er ekki dregin til baka lendir fyrirtækið á svarta listanum.

Svarti listinn lítur nú svona út:

 Landsvirkjun
 Síminn
 Íslandspóstur
 World class
 Landsbankinn
 Pottagaldrar
 Orkuveita Reykjavíkur
 Lýsi
 Nói Síríus
 Freyja

Fyrirtæki geta skráð sig á græna listann, en hann er ætlaður þeim fyrirtækjum sem hafa ákveðið  að sýna samstöðu og hækka ekki hjá sér verð. Sá listi lengist stöðugt og má skoða hann hér

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is