Skip to main content

Undanfarið hefur ASÍ beint þeim tilmælum til opinberra aðila og fyrirtækja að hækka ekki verð á vöru og þjónustu en hafi það verið gert er mælst til þess að hækkunin verði dregin til baka. Því miður hafa nokkur fyrirtæki hunsað þessa áskorun.

Undanfarið hefur ASÍ beint þeim tilmælum til opinberra aðila og fyrirtækja að hækka ekki verð á vöru og þjónustu en hafi það verið gert  er mælst til þess að hækkunin verði dregin til baka.

Fjölmörg fyrirtæki hafa svarað því kalli og þannig sýnt samstöðu með launafólki í því að halda hér verðbólgu í skefjum og auka kaupmátt í landinu. Því miður hafa nokkur fyrirtæki hunsað þessa áskorun.

Eftirtalin fyrirtæki hafa hækkað verð í kjölfar kjarasamninga og vinna þannig gegn markmiðum um lága verðbólgu og aukinn kaupmátt. 

  • Síminn
  • Íslandspóstur
  • World class
  • Landsbankinn
  • Eimskip/Herjólfur
  • Pottagaldrar
  • Orkuveita Reykavíkur
  • Lýsi
  • Nói Síríus
  • Freyja

 

Sjá nánar hér.

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is