Skip to main content

Samtök atvinnulífsins setja fram dæmalausa sögufölsun í nýjum sjónvarpsauglýsingum. Í þeim er með sérlega ósmekklegum hætti látið í það skína að kröfur launafólks um launahækkanir séu ástæða hárrar verðbólgu á Íslandi.

Samtök atvinnulífsins setja fram dæmalausa sögufölsun í nýjum sjónvarpsauglýsingum. Í þeim er með sérlega ósmekklegum hætti látið í það skína að kröfur launafólks um launahækkanir séu ástæða hárrar verðbólgu á Íslandi.

Samtök atvinnulífsins skauta algerlega framhjá þeirri augljósu staðreynd að hér á landi er í umferð veikur gjaldmiðill sem fellur reglulega með braki og brestum svo ekki sé talað um hrun krónunnar fyrir 5 árum.
SA veit að endurteknar gengisfellingar hafa áhrif á afkomu launafólks sem þarf að mæta þeim með hærri launakröfum.
Ef SA menn hefðu nálgast málið af heiðarleika og reiknað inn í dæmið sveiflur gjaldmiðilsins sæju þeir að launahækkanir á Íslandi eru á pari við það sem gerist á Norðurlöndunum.
Þá forðast Samtök atvinnulífsins að nefna þá staðreynd að laun sem hlutfall af landsframleiðslu eru umtalsver lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.

Þetta sérkennilega útspil SA er afar óheppilegt innlegg í þær kjaraviðræður sem nú eru nýlega hafnar og ekki líklegt til þess að byggja upp traust milli aðila. Falsanir og útúrsnúningar eru ekki heppilegt veganesti í þá vegferð sem framundan er.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is