Skip to main content

Í gær undirritaði Aldan stéttarfélag nýjan stofnunarsamning við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki.

Nýr stofnanasamningur undirritaður

Í gær undirritaði Aldan stéttarfélag nýjan stofnunarsamning við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki.  Að undirbúningi samningsins komu trúnaðarmenn félagsins, hagfræðingur ASÍ og starfsfólk Öldunnar stéttarfélags.
 
Helstu breytingar eru þær að grunnröðun starfa hækkar ýmist um 2 eða 3 launaflokka og starfsheitið „félagsliði“ fékk sér launaflokk. Við bættist einn launaflokkur eftir 15 ára starf og einn launaflokkur eftir 20 eininga nám. Starfsmenn munu eiga rétt á launaviðtali þar sem farið yrði yfir launaröðunina ásamt því að eiga rétt á starfsmannaviðtali.
Að lokum var ákvæði um endurskoðun stofnanasamningsins breytt á þá leið að það þurfi ekki að koma til umtalsverðra breytinga á forsendum hans til að hægt sé að fara í endurskoðun, heldur er nóg að annar hvor aðili (stofnun eða stéttarfélag) óski eftir endurskoðun. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. mars 2013 um flest öll atriði.

Endurskoðun þessa samnings kom í kjölfar ákvörðunar fyrri ríkistjórnar um svokallað jafnlaunaátak sem ætlað var til að jafna launamun kynja. Því átaki var ætlað að  gilda frá og með 1. mars 2013.

Á myndinni má sjá Þórarinn Sverrisson formann Öldunnar, Önnu Halldórsdóttur trúnaðarmann og Hafstein Sæmundsson forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar við undirritun samningsins.
Á myndina vantar Erlu Björg Erlingsdóttur trúnaðarmann og Herdís Klausen hjúkrunarforstjóra.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is