Skip to main content

Vegna aðalfundar Öldunnar stéttarfélags hefur trúnaðarráð samþykkt tillögu uppstillingarnefndar til stjórnarkjörs til næstu tveggja ára. Þetta árið er kosið um sæti formanns, ritara og tveggja meðstjórnenda.
Í samræmi við lög félagsins auglýsir kjörstjórn hér með hverjir skipa A –lista til stjórnarkjörs.

Vegna aðalfundar Öldunnar stéttarfélags hefur trúnaðarráð samþykkt tillögu uppstillingarnefndar til stjórnarkjörs til næstu tveggja ára. Þetta árið er kosið um sæti formanns, ritara og tveggja meðstjórnenda.
Í samræmi við lög félagsins auglýsir kjörstjórn hér með hverjir skipa A –lista til stjórnarkjörs.

Tillagan er eftirfarandi:

Þórarinn Guðni Sverrisson, formaður.
Arna Dröfn Björnsdóttir, ritari.
Haraldur Hjálmarsson, meðstjórnandi.
Anna Birgisdóttir, meðstjórnandi.

Frestur, til að leggja fram aðra lista, rennur út kl. 12:00 þann 15. mars 2013. Er hvert það framboð gilt sem fram kemur innan þess tíma sem er fullmannað og hefur skriflegt samþykki þeirra sem eru í framboði og meðmæli a.m.k. 30 fullgildra félaga.

Komi fram fleiri en einn listi skal kjörstjórn láta kjósa um þá í allsherjaratkvæðagreiðslu í fyrsta lagi 1. apríl og í síðasta lagi 10. apríl.

Komi hins vegar ekki fram fleiri listar teljast þeir félagsmenn sem trúnaðarráð hefur gert tillögu um sjálfkjörnir.

Kosningu skal lýst á aðalfundi og tekur þá nýkjörin stjórn við félaginu.

Fullgildir framboðslistar skulu hafa borist kjörstjórn á skrifstofu stéttarfélaganna í síðasta lagi kl. 12:00 þann 15. mars n.k.

Allar upplýsingar um framlagningu lista eru veittar á skrifstofu stéttarfélaganna, að Borgarmýri 1, 550 Sauðárkróki, eða í síma: 453-5433.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is