Skip to main content

Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandins sl. föstudag, var fjallað um hugmyndir um samræmda launastefnu á vinnumarkaði. Fundurinn samþykkti að skoða nánar slíkar hugmyndir.

Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandins sl. föstudag, var fjallað um hugmyndir um samræmda launastefnu á vinnumarkaði. Tólf félög samþykktu að skoða nánar hugmyndir um samræmda launastefnu, þó með ýmsum fyrirvörum. Tvö félög voru andvíg þessum sjónarmiðum en fulltrúar tveggja félaga voru fjarverandi.
 
Samninganefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að kjarasamningarnir verði vegvísir út úr þeim vanda sem við er að glíma en þá verða Samtök atvinnulífsins og ríkisvaldið að vera tilbúin til þess að koma til móts við áherslur Starfsgreinasambandsins.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is