Skip to main content

Nú er Útilegukortið komið í hús en félagsmönnum Öldunnar býðst að kaupa kortið á mikið lækkuðu verði. Fullt verð er 14.900 krónur en félagsmenn greiða einungis 8.000 krónur fyrir kortið. Rétt er að vekja athygli á breyttum skilmálum kortsins sem nú er takmarkað við 28 gistinætur yfir sumarið.

Nú er Útilegukortið komið í hús en félagsmönnum Öldunnar býðst að kaupa kortið á mikið lækkuðu verði. Fullt verð er 14.900 krónur  en félagsmenn greiða einungis 8.000 krónur fyrir kortið.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á Útilegukortinu og rétt er vekja athygli á breyttum skilmálum kortsins fyrir komandi sumar.
Nú er hvert kort takmarkað við 28 gistinætur á hverju sumri.
Korthafar verða því að framvísa kortinu fyrir hverja nótt  sem gist er á tjaldstæðinu  og verður þá ein gistinótt strikuð út hverju sinni.

Útilegukortið er í gildi eins lengi og  tjaldsvæðin eru opin. Kortið veitir tveimur fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en þó má einungis gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti.
Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
 

Heimasíðu kortsins má skoða hér.  

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is