Aldan stéttarfélag, varð til við sameiningu Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Öldunnar. Félagið tók til starfa í ársbyrjun 2001. Stofnfélagar voru um 820 manns. Félagið á sér merkilega fortíð í sögu þessara félaga og forvera þeirra, en talið er að Fram hafi upphaflega verið stofnað 1902 eða 1903 og Aldan um 1930.
Skrifstofa Öldunnar er staðsett í Borgarmýri 1 á Sauðárkróki, 1.dyr til hægri.