Þjónusta

Þjónusta við félagsmenn

Með því að vera félagsmaður átt þú rétt á þjónustu frá félaginu þínu. Það getur verið t.d:

  • túlkun kjarasamninga en starfsmenn sjá um að túlka vafaatriði sem koma upp á vinnustöðum varðandi réttindi starfsmanna. Þó bendum við alltaf á að hafa fyrst samband við trúnaðarmann starfsfólks. Verkefni trúnaðarmannsins er að aðstoða og leiðbeina fólki með réttindamál. Ef enginn trúnaðarmaður er kjörinn þá er hægt að snúa sér beint að starfsfólki skrifstofunnar sem þá gengur í málið. Félagið hefur samning við Lögfræðiskrifstofurnar LMB Mandat og Pacta sem taka að sér mál fyrir félagið ef þurfa þykir.
  • yfirlestur launaseðla og útskýringar á þeim
  • aðstoð í tengslum við ráðningarsamninga
  • aðstoð við að innheimta vangreidd laun
  • réttindi úr sjúkrasjóði í veikindatilfellum, en ef þú ert greiðandi í félagið (hefur greitt í a.m.k. 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum) átt þú rétt á sjúkradagpeningum, eftir að veikindagreiðslum frá atvinnurekanda lýkur, og ýmsum styrkjum svo sem endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar og krabbameinsskoðunar. Sjá nánar
  • réttur til greiðslu úr fræðslusjóðum, en félagið er aðili að Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Sjómennt sem eru fræðslusjóðir verkalýðsfélaganna á landsbyggðinni. Sjá nánar
  • úthlutun orlofshúsa félagsins. Sjá nánar
  • íbúðir í Reykjavík á vægu verði. Sjá nánar
  • niðurgreiðsla vegna hótelgistingar innanlands. Sjá nánar
  • útilegukort á afslætti. Sjá nánar
  • félagið sér um fræðslu fyrir trúnaðarmenn og aðra sem sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið.
  • starfsfólk félagsins aðstoðar félagsmenn við útfyllingu ýmissa umsókna svo sem um ellilífeyri, makalífeyri og örorkulífeyri.Ennfremur ert þú kjörgengur til starfa fyrir félagið þitt og getur þar með haft áhrif á stöðu mála. Aðalfundur er haldinn á hverju ári þar sem stjórn er kjörin ásamt fleiri trúnaðarstöðum.