Skip to main content

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar við áformum um opnari landamæri meðan bólusetningar hafa ekki náð þeim markmiðum sem að er stefnt.

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar við áformum um opnari landamæri meðan bólusetningar hafa ekki náð þeim markmiðum sem að er stefnt. Ávinningurinn af þeim áformum er óljós. Horfa ber til þess að smit eru enn afar útbreidd í fjölmörgum löndum heims og þar á meðal eru nýrri afbrigði af veirunni sem enn er takmörkuð þekking á. Það er til mikils að vinna fyrir samfélagið á Íslandi að fólk sé frjálst ferða sinna innanlands í sumar og geti notið sumarleyfa og samvista án hertra aðgerða. Hætt er við að ferðaþjónustan og tengdar greinar geti borið meiri skaða af en ella ef opnunin verður til þess að grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða innanlands.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is