Skip to main content

Niðurstöður verðkannananna á landbúnaðarvörum sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá desember 2019 til september 2020, benda til þess að neytendur hafi notið góðs af breytingum sem gerðar voru á lögum um úthlutun tollkvóta í byrjun tímabilsins.

Niðurstöður verðkannananna á landbúnaðarvörum sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá desember 2019 til september 2020, benda til þess að neytendur hafi notið góðs af breytingum sem gerðar voru á lögum um úthlutun tollkvóta í byrjun tímabilsins. Verðhækkanir á landbúnaðarvörum eru minni en verðhækkanir á annarri matvöru á tímabilinu og þá jókst framboð einnig mikið.
Verð á landbúnaðarvörum hækkaði mismikið eftir tegundum og uppruna en ákveðnar tegundir, einkum kjötvörur hækkuðu lítið í verði í samanburði við verðþróun á annarri matvöru á tímabilinu. Aðrir samverkandi ytri þættir hafa einnig haft áhrif á verðlag á þeim tíma sem verðkannanirnar fóru fram en veiking krónunnar og áhrif Covid á framleiðslu og eftirspurn hafa haft áhrif á verðlag á matvöru, bæði til hækkunar og lækkunar.

Framboð af innfluttum og innlendum landbúnaðarvörum jókst mikið frá desember 2019 – október 2020. Heildarframboð, þ.e. fjöldi innfluttra og innlendra svínakjötsafurða jókst um 96%, framboð af fuglakjöti um 90% og nautakjöti um 86% en framboð á unnum kjötvörum og ostum jókst minna. Verð á fuglakjöti hækkaði minnst, að meðaltali, 1,2%. Verð á innfluttu fuglakjöti lækkaði um 1,3% á meðan verð á innlendu hækkaði um 3,3%. Verð á nautakjöti hækkaði næst minnst, að meðaltali um 1,9%. Innlent nautakjöt hækkaði um 1,6% en það innflutta um 2,2%. Verð á ostum hækkaði mest, að meðaltali um 7,9%. Innfluttir ostar hækkuðu um 9% samanborið við 6,5% verðhækkun á innlendum ostum.

Verðkannanir verðlagseftirlits ASÍ voru framkvæmdar mánaðarlega í matvöruverslanakeðjum á tímabilinu desember 2019- október 2020. Eins og fyrr segir voru þær gerðar fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið til að fylgja eftir breytingum sem voru gerðar á lögum um úthlutun tollkvóta á landbúnaðarvörum í desember 2019. Markmiðið með breytingunum var að lækka kostnað fyrir innflytjendur sem myndi skila sér í lægra verði á landbúnaðarvörum til neytenda. Verðlagseftirlit ASÍ skilaði skýrslu um niðurstöður verðkannananna til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis en skýrsluna má nálgast á vef ráðuneytisins.

Fugla- og nautakjöt hækka minnst í verði en ostar mest
Töluverður munur var á verðhækkunum eftir tegundum landbúnaðarvara í könnuninni og í sumum tilvikum var nokkur munur á verðhækkunum eftir uppruna þeirra. Í þremur flokkum landbúnaðarvara af þeim sem könnunin náði til hækkaði verð á innfluttum landbúnaðarvörum meira en á innlendum en í tveimur flokkum hækkaði verð á innlendum landbúnaðarvörum meira. Af þeim landbúnaðarvörum sem könnunin náði til hækkaði verð á ostum að meðaltali mest, um 7,9%. Næst mest hækkaði verð á unninni kjötvöru, að meðaltali 4,9% en lítill munur var á verðhækkunum á innlendri og innfluttri unninni kjötvöru.

Eins og áður sagði hækkaði fuglakjöt minnst í verði, að meðaltali 1,2% og lækkaði verð á innfluttu fuglakjöti. Nautakjöt hækkaði næst minnst af landbúnaðarvörum í könnuninni, að meðaltali um 1,9%. Verð á svínakjöti hækkaði að meðaltali um 4,6% og hækkaði verð á innfluttu svínakjöti að meðaltali meira en á innlendu, 7,9% samanborið við 3,7% verðhækkun á innlendu svínakjöti. Verð á íslensku grænmeti hækkaði lítið á tímabili en verð á innfluttu grænmeti hækkaði mikið. Framboð af grænmeti er mun óstöðugra en framboð á öðrum landbúnaðarvörum og liggja því ekki eins nákvæm gögn fyrir í þeim flokki auk þess sem engar breytingar voru gerðar á kvótum á grænmeti.
 
Meðalverð segir ákveðna sögu en þar sem fjöldi landbúnaðarvara í hverjum flokki var stundum ekki mikill er gott að skoða í hversu mörgum tilfellum verð hækkaði eða lækkaði. Verð á nautakjöti stóð í stað eða lækkaði í meirihluta tilfella á innlendu og innfluttu nautakjöti og fuglakjöti. Í 57% tilfella hækkaði verð á innlendu fuglakjöti en verð á innfluttu fuglakjöti hækkaði í 25% tilfella. Í 42% tilfella hækkaði verð á innlendu nautakjöti en í 29% tilfella hækkaði verð á innfluttu nautakjöti. Af þeim landbúnaðarvörum könnunin náði til lækkaði verð oftast eða stóð í stað á nautakjöti og fuglakjöti, innlendu og innfluttu. 

Í 50% tilfella hækkaði verð á innlendu svínakjöti en í 75% tilfella hækkaði verð á innfluttu svínakjöti. Í meirihluta tilfella hækkaði verð á ostum, innfluttum og innlendum. Verð á innfluttum ostum hækkaði í 78% tilfella en verð á innfluttum í 67% tilfella. Verð á unnum kjötvörum hækkaði í meirihluta tilfella á innfluttum og innlendum landbúnaðarvörum. Verð á innfluttum unnum kjötvörum hækkaði í 59% tilvika en verð á innlendum í 73% tilfella.

Aukið framboð á fuglakjöti, nautakjöti og svínakjöti
Framboð á fuglakjöti, nautakjöti og svínakjöti jókst mikið á tímabilinu en heildarframboð af fuglakjöti eða fjöldi innlendra og innfluttra fuglakjötsafurða, jókst samanlagt um 90%. Heildarframboð af nautakjöti jókst um 86% og framboð af svínakjöti um 96%. Hlutfallsleg framboðsaukning af innfluttu fuglakjöti var 175% á tímabilinu samanborið við 48% af innlendu. Framboð af innlendu nautakjöti jókst um 113% og framboð af innfluttu um 67% en nokkur hluti af auknu framboði af innlendu nautakjöti er tilkomið vegna aukins framboðs af nautahamborgurum. Framboð af innlendu svínakjöti jókst um 75% samanborið við 200% framboðsaukningu á innfluttu svínakjöti. Framboð af svínakjöti var töluvert minna en af öðrum tegundum landbúnaðarvara í byrjun og lok tímabilsins. Fjöldi innlendra svínakjötsafurða jókst þó meira en fjöldi innfluttra svínakjötsafurða. Minni framboðsaukning varð á áleggi og ostum en af öðrum landbúnaðarvörum. Heildarframboð af unnum kjötvörum jókst um 38% á tímabilinu og heildarframboð af ostum um 40%.

Sjá nánar í töflu á heimasíðu ASÍ

Litlar verðhækkanir á kjötvöru samanborið við verðhækkanir á annarri matvöru
Í ákveðnum tilfellum, þá sérstaklega ef litið er á verð á kjötafurðum, mældust litlar verðhækkanir samanborið við verðþróun á annarri matvöru. Þegar verðbreytingar á matvöru í vísitölu neysluverðs eru skoðaðar má sjá að kjöt hækkaði minnst í verði af öllum matvöruflokkum á tímabilinu eða um 2,5% en til samanburðar hækkuðu ostar um 7,6%. Til samanburðar hækkaði matvara í vísitölu neysluverðs að meðaltali um 6,7% á tímabilinu. Margir matvöruflokkar hækkuðu mikið á tímabilinu en sem dæmi hækkuðu ávextir í vísitölunni um 10,9%, grænmeti um 11,8%, smjör um 12,4%, mjólk um 7,5% og brauð- og kornvörur um 6,8%.

Verðhækkanir á nautakjöti og fuglakjöti í könnuninni eru því langt undir verðhækkunum á ýmissi annarri matvöru og verðhækkanir á innlendu svínakjöti og unninni kjötvöru eru í meðallagi. Verðhækkanir á nautakjöti og unninni kjötvöru í vísitölu neysluverðs voru enn minni en verðhækkanir á sambærilegum vörum í könnuninni sem skýrist að hluta til af því að ekki allar vörur voru í könnuninni auk þess sem könnunin var ekki framkvæmd í öllum matvöruverslunum. Verð á nautakjöti í vísitölu neysluverðs hækkaði um 0,9% og verð á unninni kjötvöru um 3,5%.

Ef þróun ýmissa liða í vísitölu neysluverðs er skoðuð eftir eðli og uppruna má sjá að verðhækkanir á mörgum af þeim innlendu og innfluttu landbúnaðarvörum sem könnunin náði voru að jafnaði minni en hækkanir á annarri innfluttri og innlendri matvöru.

Á því tímabili sem könnunin fór fram á fór gengisvísitalan úr 179,5 í desember 2019 í 209,5 í september 2020 og veiktist gengi krónunnar því um 16,7%. Þá hefur Covid-19 haft margvísleg áhrif á framleiðslu og eftirspurn eftir vörum og þjónustu á alþjóðavísu sem getur hafa haft áhrif á verðlag á matvöru. Verð á mörgum landbúnaðarvörum sem könnunin náði til hefur því hækkað tiltölulega lítið sé litið til allra þessara þátta þó einhverjir þættir kunni að hafa haft.

Um úttektina
Verðkannanirnar voru framkvæmdar mánaðarlega á tímabilinu des. 2019 – sept. 2020. Verðum ásamt upplýsingum um framboð og uppruna vara var safnað. Verð var kannað á innfluttum og innlendum landbúnaðarvörum í matvöruverslunarkeðjum á landinu. en þær vörur sem verð var kannað á voru nautakjöt, svínakjöt, fuglakjöt, unnar kjötvörur (álegg, pylsur o.þ.h.) og ostum. Verð var einnig skoðað á nokkrum tegundum grænmetis en minni áhersla var á þann flokk þar sem engar breytingar voru gerðar á tollum á grænmeti. Í könnununum voru þau verð skoðuð sem voru í gildi í versluninni á hverjum tíma skv. verðmerkingum verslananna. Tímabundin tilboð á einstaka vörum geta því haft áhrif á niðurstöður verðmælinganna en algengt er að afsláttur sé veittur af kjötvöru. Sveiflur í verði í þessum vöruflokki geta því haft áhrif á verðbreytingar. Þá er verðmerkingum stundum ábótavant í matvöruverslunum, sérstaklega á kjöti sem hafði áhrif í örfáum tilfellum. Upprunamerkingum í verslunum á grænmeti í lausu er einnig ábótavant og er því mögul

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is