Skip to main content

Á fundi miðstjórnar ASÍ í gær voru tvær ályktanir samþykktar.

Sú fyrri fjallar um skýrslu OECD þar sem m.a. er lagt til að lögverndun tiltekinna starfsstétta verði aflögð og rekstur Keflavíkurflugvallar verði settur í hendur einkaaðilum. Þessum hugmyndum og fleirum sem koma fram í skýrslunni mótmælir miðstjórn ASÍ harðlega.

Í hinni ályktuninni er þess krafist að fjármálastofnanir skili vaxtalækkunum og lækkun bankaskatts til neytenda auk þess sem hækkun vaxtaálags bankanna er harðlega mótmælt.

Hér má lesa ályktun miðstjórnar um skýrslu OECD

Hér má lesa ályktun miðstjórnar um vaxtalækkanir

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is