Skip to main content

Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í nóvember 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 81,0% atvinnuþátttöku.

Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í nóvember 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 81,0% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.800 starfandi (±5.700) og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit (±2.400). Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,7% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%.

Samanburður mælinga fyrir nóvember 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið jókst um 6.900 manns og hlutfall þess af mannfjölda hækkaði um 0,6 prósentustig. Starfandi fólki fjölgaði um 4.500 manns, en hlutfall starfandi af mannfjölda lækkaði um 0,3 prósentustig. Atvinnulausir í nóvember 2018 mældust 2.400 fleiri en í sama mánuði árið 2017 þegar þeir voru 3.500 eða 1,8% af vinnuaflinu. Alls voru 47.900 utan vinnumarkaðar í nóvember 2018 sem er örlítil lækkun frá því í nóvember 2017 þegar þeir voru 48.200.

Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is