Skip to main content

Yfirlýsing frá Sjómannafélagið Eyjafjarðar og Sjómannafélaginu Jötni

Tvö félög af fimm, Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum, hafa nú dregið sig út úr sameiningarviðræðum fimm sjómannafélaga sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur.

Tvö félög af fimm, Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum, hafa nú dregið sig út úr sameiningarviðræðum fimm sjómannafélaga sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur.

Þessi tvö félög sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Í fréttum undanfarna daga hafa komið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Sjómannafélags Íslands um óheiðarlega framkomu og falsanir á fundargerðarbók sjómannafélagsins.
Ásakanir þessar hafa komið fram í tengslum við fyrirhugað mótframboð til stjórnar félagsins í tengslum við aðalfund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs.
Þessar ásakanir telja stjórnendur ofangreindra félaga svo alvarlegar að við því verði að bregðast.

Þar sem ofangreind félög hafa verið í sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar er það mat stjórnenda þessara félaga að ekki verði lengra farið og draga sig því út úr þessum sameiningarviðræðum félaganna.

 

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is