Skip to main content

Töluverður verðmunur er á skólabókum fyrir framhaldsskólanema á milli verslana og gætu nemendur sparað sér töluverðar fjárhæðir með því að kaupa bækurnar þar sem þær eru ódýrastar. Allt að 5.349 kr. verðmunur var á einstakri bók í verðkönnun ASÍ sem var framkvæmd þann 15. ágúst síðastliðinn. Heimkaup var oftast með lægstu verðin í könnuninni, bæði á notuðum og nýjum skólabókum. Forlagið var oftast með hæstu verðin á nýjum bókum en A4 á notuðum bókum.

Töluverður verðmunur er á skólabókum fyrir framhaldsskólanema á milli verslana og gætu nemendur sparað sér töluverðar fjárhæðir með því að kaupa bækurnar þar sem þær eru ódýrastar. Allt að 5.349 kr. verðmunur var á einstakri bók í verðkönnun ASÍ sem var framkvæmd þann 15. ágúst síðastliðinn. Heimkaup var oftast með lægstu verðin í könnuninni, bæði á notuðum og nýjum skólabókum. Forlagið var oftast með hæstu verðin á nýjum bókum en A4 á notuðum bókum.

Oftast 1.000 – 1.500 króna verðmunur á nýjum skólabókum
Töluverður verðmunur var á nýjum bókum í verðkönnuninni en í 17 tilfellum af 34 var yfir 1.000 kr. munur á hæsta og lægsta verði og í 11 tilfellum var yfir 1.300 kr. munur á hæsta og lægsta verði. Heimkaup var oftast með lægsta verðið á nýjum bókum eða í 44% tilfella (15/34) en A4 var næstoftast með ódýrustu bækurnar eða í 26% tilfella (9/34).
Forlagið var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða í 13 tilfellum af 34 en Bókabúð Iðnú í Brautarholti næst oftast eða í 10 tilfellum af 34. Mestur var verðmunurinn á bókinni Hársnyrting – Undirstöðuatriði en lægsta verðið var hjá Heimkaup, 16.641 kr. en það hæsta í Forlaginu, 21.990 kr. og er verðmunurinn því 5.349 kr. eða 32%.

Í meðfylgjandi töflu á heimasíðu ASÍ má sjá dæmi um verðmun á nýjum námsbókum milli verslana.

 

Dæmi um helmingsverðmun á sömu bókinni ef hún er keypt notuð
Mikill verðmunur var á nýjum og notuðum bókum í könnuninni en mesti munurinn var á bókinni Saga listarinnar sem kostaði 6.201 kr. ný hjá Heimkaupum en 2.691 kr. notuð sem gerir 3.510 kr. verðmun. Í A4 var munurinn mestur á bókinni Íslenska eitt sem var notuð á 3.399 kr. en 6.000 kr. ný. Notaðar bækur voru í öllum tilfellum nema einu dýrari í A4 en hjá Heimkaup eða í 12 af 13 tilfellum og í öllum tilfellum var álagningin meiri hjá A4 en hjá Heimkaupum. Þannig var álagningin hjá Heimkaupum mest 50% en sú álagning var í 11 tilvikum af 13 og minnst 29% eða í 2 tilvikum. Í A4 var hún töluvert hærri eða minnst 57% og mest 156% en oftast var hún yfir 70%. Tekið skal fram að A4 og Heimkaup voru einu búðirnar sem tóku þátt í könnuninni sem buðu upp á notaðar bækur.

Sjá nánari niðurstöður í meðfylgjandi töflum:

Nýjar skólabækur

Notaðar skólabækur

Verð á nýjum bókum var kannað í eftirtöldum verslunum: A4, Skeifunni, Heimkaup.is, Bókabúðinni Iðnú Brautarholti, Pennanum Eymundsson Austurstræti og Forlaginu Fiskislóð. Verð á notuðum bókum var kannað í A4 og Heimkaup.is. Penninn- Eymundsson afþakkaði þátttöku í könnuninni.
Rétt er að taka fram að ástand notaðra bóka getur verið mjög misjafnt. Þá er úrval notaðra bóka á skiptibókamörkuðum mjög misjafnt eftir verslunum þegar könnunin var gerð en getur breyst með skömmum fyrirvara.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði, úrval eða þjónustu söluaðila. Einnig má taka fram að verð breytist mjög ört á þessum tíma í verslunum landsins vegna ýmiskonar tilboða en Mál og menning var til að mynda með 20% afslátt á öllum sínum bókum þegar könnunin var framkvæmd en verðin í könnuninni eru með afslætti. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum eða við sölu nema með heimild ASÍ.

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is