Skip to main content

Á sumrin eru frí barna yfirleitt lengri en foreldranna sem þurfa þá að skrá börnin á ýmis sumarnámskeið. Þessu getur fylgt mikill kostnaður, enda oft margra vikna tímabil sem þarf að brúa með þessum hætti. Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman yfirlit yfir verð ýmissa sumarnámskeiða sem í boði verða sumarið 2018.

Á sumrin eru frí barna yfirleitt lengri en foreldranna sem þurfa þá að skrá börnin á ýmis sumarnámskeið. Þessu getur fylgt mikill kostnaður, enda oft margra vikna tímabil sem þarf að brúa með þessum hætti. Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman yfirlit yfir verð ýmissa sumarnámskeiða sem í boði verða sumarið 2018. 

Sumarnámskeið fyrir 8 ára barn
Ef við gerum ráð fyrir því að foreldrar þurfi að brúa 5 vikna tímabil getur kostnaðurinn við sumarnámskeið fyrir tímabilið verið mikill. Hér má sjá dæmi um námskeið í ódýrari kantinum sem brúa 5 vikna tímabil fyrir 8 ára barn.  Samtals kostnaður fyrir þessi námskeið er 58.730 kr. og er þá ekki tekinn inn í kostnaður fyrir hressingu og hádegismat né auka gæslu. Þetta er hár kostnaður sem verður að sjálfsögðu hærri ef fólk er með mörg börn á framfæri.

Þetta eru háar upphæðir sem geta vegið þungt í útgjöldum heimilanna.
Í töflu má sjá lista yfir þau námskeið sem voru tekin saman ásamt verðum en úrvalið er mikið og verðbilið oft stórt. 

 

2.127 kr. klukkutíminn á dýrasta námskeiðinu
Ódýrasta námskeiðið af þeim sem eru í könnuninni var íþrótta- og leikjaskóli hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar sem er 10 daga námskeið, 4 tímar á dag á 6.000 kr. sem gerir 133 kr. á klukkutímann. Dýrasta námskeiðið var námskeið í Myndvinnslu hjá Skema en 5 daga námskeið, 3 tímar á dag kostar 31.900 kr. og er klukkutíminn því á 2.127 kr.

Skoðuð voru verð á námskeiðum íþróttafélaga, á vegum íþrótta- og tómstundarráða, sveitarfélaga, skátafélaga og frjálsra félagasamtaka. Námskeiðunum í könnuninni er skipt eftir fjölda námskeiðsdaga og klukkustunda á dag. Víða er boðin gæsla á morgnana áður en námskeiðin hefjast, í hádeginu og eftir að dagskrá námskeiðanna lýkur á daginn. Misjafnt er hvort greiða þurfi aukalega fyrir þessa gæslu eða hvort hún er innifalin í námskeiðsgjaldinu, sama er að segja um hádegisverð og hressingu, matur er sjaldnast innifalinn í námskeiðsgjaldinu, en oft er hægt að kaupa heitan mat gegn vægu gjaldi. Það gjald sem gefið er upp í könnuninni er ávallt miðað við eitt stakt námskeið þannig að ekki er tekið tillit til afsláttarverðs t.d. iðkendaafsláttar eða systkinaafsláttar. Við samanburð á verði námskeiða er því nauðsynlegt að hafa þetta í huga.

Auk þess ber að athuga að hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta eða dagskrá sem í boði er á námskeiðunum er ekki metin. Úrvalið af sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga er mjög mikið og þessi könnun nær aðeins yfir hluta þeirra.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is