Skip to main content

Minnum á rétt launafólks á greiðslu orlofsuppbótar en full uppbót er 48.000 krónur. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí 2017 – 30. apríl 2018 eiga rétt á fullri uppbót, en annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma.

Minnum á rétt launafólks á greiðslu orlofsuppbótar en full uppbót er 48.000 krónur. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí 2017 – 30. apríl 2018 eiga rétt á fullri uppbót, en annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og reiknast orlof ekki ofan á orlofsuppbótina.

Starfsfólk á almennu vinnumarkaði: Fullt ársstarf telst vera 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum miðað við 30. apríl sl. eða í starfi fyrstu vikuna í maí eiga rétt á uppbót. Uppbótina skal greiða 1.júní.

Starfsfólk ríkis: Þeir sem hafa starfað 13 vikur samfellt á orlofsárinu eða eru/voru í starfi til 30. apríl eiga rétt á uppbót. Uppbótina skal greiða 1.júní.

Starfsfólk  sveitarfélaga: Þeir sem hafa starfað 13 vikur samfellt á orlofsárinu eða eru/voru í starfi til 30. apríl eiga rétt á uppbót. Uppbótina skal greiða 1.maí.

Launahækkanir á árinu eru þessar:

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði:

  • 1.maí hækka laun og launatengdir liðir um 3%
  • Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri, eftir 6 mánaða starf skal vera 300.000 kr. frá 1.maí 2018
  • Starfsmenn fá 48.000 kr. ó orlofsuppbót 1.júní, miðað við fullt starf.
  • Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar í 11,5% þann 1.júlí 2018
  • Starfsmenn fá 89.000 kr. í desemberuppbót, ekki síðar en 15.desember, miðað við fullt starf.

 

Starfsfólk sveitarfélaga:

  • Þann  1.júní hækka laun um 2%
  • Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri, eftir 4 mánaða starf skal vera 300.000 kr. frá 1.júní 2018
  • Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1.maí, miðað við fullt starf.
  • Starfsmenn fá 113.000 kr. í desemberuppbót þann 1.desember, miðað við fullt starf.

 

Starfsfólk ríkisins:

  • Þann 1.júní hækka laun um 3%
  • Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 4 mánaða starf skal vera 300.000 kr. frá 1.júní 2018
  • Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1.júní, miðað við fullt starf.
  • Starfsmenn fá 89.000 kr. í desemberuppbót þann 1.desember, miðað við fullt starf.

 

 

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is