Skip to main content

Starfsgreinasamband Íslands stendur fyrir fræðslu- og samráðsdegi fyrir bílstjóra og tækjastjórnendur þann 18. apríl næstkomandi á Hotel Natura í Reykjavík. Tilgangurinn er að trúnaðarmenn eða aðrir fulltrúar greinarinnar komi saman til að fjalla um kjör, aðbúnað og aðstæður sínar í starfi. Nú þegar hafa tæplega 30 manns skráð sig en ennþá eru laus pláss. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins.

Starfsgreinasamband Íslands stendur fyrir fræðslu- og samráðsdegi fyrir bílstjóra og tækjastjórnendur þann 18. apríl næstkomandi á Hotel Natura í Reykjavík. Tilgangurinn er að trúnaðarmenn eða aðrir fulltrúar greinarinnar komi saman til að fjalla um kjör, aðbúnað og aðstæður sínar í starfi. Nú þegar hafa tæplega 30 manns skráð sig en ennþá eru laus pláss. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins.

Dagskrá:

Kl. 10:00 – 11:00              „Af hverju allar þessar reglur?“

                               Fulltrúi Samgöngustofu fer yfir reglur um endurmenntun, aksturstíma ofl. og ástæður þeirra.

Kl. 11:00 – 12:00              Kjarasamningar bílstjóra og tækjastjórnenda

Kl. 12:00 – 13:00              Hádegismatur

Kl. 13:00 – 14:30              Hópavinna um stöðu bílstjóra og tækjastjórnenda – framtíðarsýn

Kl. 14:30 – 15:00              Kaffi

Kl. 15:00 – 16:00              „Verndum okkur við vinnuna“.

                                Fulltrúi Vinnueftirlitsins fer yfir nauðsynlegar ráðstafanir til að hlúa að sjálfum sér við vinnu.

Kl. 16:00 – 16:30              Samantekt og fundalok
 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is