Skip to main content

Í greininni „Aðgengi fullorðinna að námi á framhaldskólastigi“ sem birtist nýlega í Tímariti um uppeldi og menntun kemur í ljós að helsta hindrun nemenda er fjármögnun námsins og hversu flókið er að samþætta fjölskyldulíf og vinnu með námi.

Í greininni „Aðgengi fullorðinna að námi á framhaldskólastigi“ sem birtist nýlega í Tímariti um uppeldi og menntun kemur í ljós að helsta hindrun nemenda er fjármögnun námsins og hversu flókið er að samþætta fjölskyldulíf og vinnu með námi. Upplýsingar um nám og fjárstuðning eru oft óljósar og almenningur veit lítið um þá þjónustu sem í boði er hjá símenntunarmiðstöðvum og hvaða rétt námið þar veitir til dæmis til frekara náms. Þó kom í ljós að þeir nemendur sem sækja nám innan framhaldsfræðslunnar eða frumgreinadeilda háskólanna eru alla jafna mjög sáttir.

Greinin byggir á MA rannsókn Elínar Sifjar Welding í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið hennar var að kanna hvaða hindranir mæta fullorðnu fólki sem hefur hug á að ljúka námi á framhaldsskólastigi. Tekin voru viðtöl við einstaklinga á aldrinum 25 – 30 ára sem stunda nám á vegum framhaldsfræðslunnar eða við frumgreinadeildar háskólanna.

Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst stjórnvöldum í tengslum við markmið um hækkun menntunarstigs þjóðarinnar sem og menntastofnunum, framhaldsskólum og innan framhaldsfræðslunnar.

Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir starfsmaður FA er einn meðhöfunda greinarinnar.

Lesa má greinina í heild sinni hér.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is