Skip to main content

Samkvæmt nýbirtum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældist 1,7% atvinnuleysi í nóvembermánuði eða 2,5% sé leiðrétt fyrir árstíðarsveiflu. Alls voru því um 3400 virkir í atvinnuleit eða um 1200 færri en á sama tíma árið 2016.

Samkvæmt nýbirtum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældist 1,7% atvinnuleysi í nóvember mánuði eða 2,5% sé leiðrétt fyrir árstíðarsveiflu. Alls voru því um 3400 virkir í atvinnuleit eða um 1200 færri en á sama tíma árið 2016.

Til samanburðar var atvinnuleysi 2,1% samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar þar sem atvinnuleitendum fjölgaði um 143 milli ára. Milli mánaða fjölgaði atvinnulausum á skrám Vinnumálastofnunar í öllum landshlutum í takt við árstíðarbundna þróun. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum þar sem það mælist 2,7%. 509 einstaklingar fóru af atvinnuleysisskrá í nóvember, en stærstur hluti fór aftur til starfa eða um 53%. Einungis 3% fóru af atvinnuleysisskrá vegna þess að bótaréttur var fullnýttur. Þó atvinnuleysi mælist lágt benda aðrir hagvísar til þess að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði frá því hún mældist sem mest. Hægt hefur á fjölgun starfandi og vinnustundum hefur fækkað, voru að jafnaði 39,1 í nóvember samanborið við 39,8 ári áður. Dregið hefur úr atvinnuþátttöku frá því hún mældist hvað hæst en í nóvember mældist hún 80,5% og hefur því lækkað um tæp 4 prósentustig frá nóvember 2016. Um þúsund færri voru á vinnumarkaði í nóvember heldur en árið á undan en einstaklingum utan vinnumarkaðar hefur hins vegar fjölgað. Á síðasta ári voru því að jafnaði um 3200 fleiri utan vinnumarkaðar heldur en á árinu 2016 en fjölgunin mælist töluverð á síðari hluta 2017.

Þessu til viðbótar er töluverður fjöldi á vegum þjónustufyrirtækja og starfsmannaleiga. Alls voru 481 starfsmenn hér á landi á vegum erlendra fyrirtækja ásamt 1899 starfsmönnum starfsmannaleiga. Þessum starfsmönnum fækkaði milli mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Meirihluti starfsmanna starfsmannaleiga er yngri en 40 ára en flestir eru á aldrinum 25-29 ára.

Í síðasta riti Peningamála er rýnt í niðurstöður vinnumarkaðskönnunar og því velt upp hvernig hún nái yfir þátttöku erlends vinnuafls á vinnumarkaði. Þar er talið líklegt að tölur Hagstofunnar vanmeti atvinnuþátttöku og hlutfall starfandi hjá erlendum ríkisborgurum og segir þar:

„Líklegt er að þessar niðurstöður endurspegli að einhverju leyti það að VMK nái ekki nægilega vel utan um fjölda erlendra starfsmanna sem kemur til landsins. Fólki á aldrinum 16-74 ára fjölgaði um 2,5% á fjórðungnum eða um 6.000 manns og kemur það allvel heim og saman við tölur um fjölgun erlendra ríkisborgara samkvæmt þjóðskrá. Á sama tíma var fjöldi starfandi hins vegar óbreyttur milli ára. Í ljósi þess að atvinnuþátttaka meðal erlendra ríkisborgara hefur jafnan verið mikil verður að telja líklegt að bróðurparturinn af þeim erlendu ríkisborgurum sem hingað koma fari í vinnu.“[1]

Sjá nánar í frétt á heimasíðu Alþýðusambands Íslands

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is